Golfbílaumferð á Korpu leyfð frá og með laugardegi

Golfbílaumferð á Korpu leyfð frá og með laugardegi

Frá og með laugardeginum 15. maí verður opnað fyrir golfbílaumferð á Korpúlfsstaðavelli. Við biðjum kylfinga að hafa í huga að þrátt fyrir þurra og bjarta daga þá er völlurinn viðkvæmur og þörf á að fara varlega.

Einnig bendum við á mikilvægi þess að hafa gaffal meðferðis þegar leikið er til að lagfæra boltaför á flötum og kylfuför sem myndast á brautum. Með þessum litlu aðgerðum tekst okkur saman að halda vellinum okkar góðum.

Kveðja,
Yfirvallarstjóri

Til baka í yfirlit