Golfbílaumferð leyfð á Korpúlfsstaðarvelli

Golfbílaumferð leyfð á Korpúlfsstaðarvelli

Opnað hefur verið fyrir golfbílaumferð á Korpúlfsstaðarvelli en vegna bleytu hefur völlurinn verið lokaður fyrir umferð það sem af er tímabilinu.

Völlurinn er viðkvæmur á köflum og búið að girða af mörg svæði þar sem ekki má fara um á golfbíl. Vallarstjóri biður kylfinga um að virða þessi mörk, verði vallarstarfsmenn varir við umferð á þeim svæðum sem hafa verið girt verður lokað fyrir umferð golfbíla um völlinn á meðan hann jafnar sig að fullu.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit