Golfbox – leiðbeiningar og aðstoð

Golfbox – leiðbeiningar og aðstoð

Nú þegar golftímabiliið er að renna af stað og félagsmenn farnir að notast við nýja kerfið, Golfbox, þá hafa komið upp hinar ýmsu spurningar sem starfsfólk hefur reynt eftir fremsta megni að svara. Við höfum orðið vör við að þær spurningar sem notendur kerfisins hafa verið að reka sig á snúa helst að innskráningu eða nýskráningu í kerfið, skorskráningu, golfvinum, breytingu á milli klúbba og notkun á Golfbox appi svo eitthvað sé nefnt.

Til að koma til móts við félagsmenn og um leið minnka álag á símsvörun v/Golfbox fyrirspurna höfum við ákveðið að bjóða upp á leiðbeiningar og aðstoð við kerfið í næstu viku. Starfsmaður klúbbsins, Atli Þór Þorvaldsson,  ætlar að vera til viðtals og leiðbeina félagsmönnum í næstu viku. Hægt verður að hitta á Atla í fundarherbergi á 1. hæð Korpu mánudag til miðvikudag frá kl. 10-12 og seinnipart þriðjudags á milli kl. 16 og 18.

Við hvetjum félagsmenn til að nýta sér þessa þjónustu í næstu viku. 

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit