Golfbox - leiðbeiningar og aðstoð

Golfbox - leiðbeiningar og aðstoð

Boðið verður upp á leiðbeiningar og aðstoð með Golfbox í fundarherbergi á 1. hæð Korpu þriðjudag og fimmtudag á milli kl. 10 og 12.

Við höfum orðið vör við að þær spurningar sem notendur kerfisins hafa verið að reka sig á snúa helst að innskráningu eða nýskráningu í kerfið, skorskráningu, golfvinum, breytingu á milli klúbba og notkun á Golfbox appi svo eitthvað sé nefnt, Atli Þór Þorvaldsson ætlar að vera til viðtals og leiðbeina félagsmönnum á fyrrgreindum tímum. 

Við hvetjum félagsmenn til að nýta sér þessa þjónustu. 

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit