Golfbúðarmótið: Aron Snær og Guðrún Brá sigurvegarar - góður árangur GR-inga

Golfbúðarmótið: Aron Snær og Guðrún Brá sigurvegarar - góður árangur GR-inga

Það voru þau Aron Snær Júlíusson úr GKG og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili sem sigruðu á Golfbúðarmótinu sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru. Mótið er hluti af Stigamótaröð GSÍ og var þetta annað mótið af alls fimm á tímabilinu.
 
Okkar fólki gekk vel á mótinu og urðu þeir Haraldur Franklín Magnús og Dagbjartur Sigurbrandsson jafnir í 2.- 3. sæti á 214 höggum. Andri Þór Björnsson endaði á 218 höggum og varð jafn í 5.- 7. Sæti ásamt þeim Axel Bóassyni (GK) og Inga Þór Ólafssyni (GM).
 
Í kvennaflokki varð Saga Traustadóttir í 2. sæti á alls 227 höggum (+11), þær Ragnhildur Kristinsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir urðu jafnar í 3.- 4. sæti á 229 höggum (+13).
 
Við óskum sigurvegurum helgarinnar til hamingju og okkar fólki til hamingju með góðan árangur.

Lokastöðu úr mótinu má finna hér

Áfram GR!

Til baka í yfirlit