Golffimi með Margeiri Vilhjálmsyni í World class

Golffimi með Margeiri Vilhjálmsyni í World class

Margeir Vilhjálmsson PGA golfkennari verður með TPI golfnámskeið í World Class í vetur. Á námskeiðunum er farið í styrktarþjálfun, teygjur, jafnvægis- og sveifluæfingar sérstaklega miðaðar að kylfingum. Æfingarnar henta öllum aldurshópum kylfinga, körlum og konum. Skemmtileg námskeið fyrir kylfinga og golfáhugafólk.

 

Innifalið í námskeiðinu er:

· Lokaðir hóptímar kennt 2x-3x í viku.
· Vönduð kennsla og fræðsla.
· Aðgangur að öllum opnum tímum á öllum stöðvum World Class.
· Aðgangur að öllum 18 stöðvum World Class.
· Aðgangur að Laugardalslaug, Sundlaug Seltjarnarness, Breiðholtslaug, Árbæjarlaug, Lágafellslaug, Sundlaug Hellu, Sundlaug Akureyrar og Sundhöll Selfoss.
· 10% afsláttur af öllum vörum og þjónustu snyrti- og nuddstofunnar Laugar Spa og Aqua Spa.
· 20% afsláttur af stökum degi/skipti í Betri stofuna.

Skráning fer fram inná www.worldclass.is 

Til baka í yfirlit