GR auglýsir eftir rekstraraðila veitinga í golfskálann í Grafarholti. Þar er rekið veitingahús frá maí til október og veisluþjónusta allan ársins hring.
Óskað er eftir eftirfarandi upplýsingum frá umsóknaraðilum:
- Matseðli ásamt verðum, tillaga að seðli með fjölbreyttum veitingum
- Upplýsingar um fyrri reynslu við rekstur sambærilegra eininga
- Öðrum hugmyndum sem gera veitingastaðinn eftirsóknarverðan fyrir gesti Grafarholts
Golfklúbbur Reykjavíkur þjónar breiðum hópi kylfinga. Lögð er áhersla á fjölbreyttan matseðil og heilsusamlega kosti. Þá er mikilvægt að breiðum aldurshópi sé sinnt vel og verður sérstaklega horft til þess hvernig yngstu kylfingum (6-18 ára) GR verður þjónað.
Umsóknum skal skilað til framkvæmdastjóra Golfklúbbs Reykjavíkur, omar@grgolf.is fyrir 24. apríl.
Golfklúbbur Reykjavíkur