Golfklúbbur Reykjavíkur auglýsir eftir rekstraraðila veitinga í Grafarholti

Golfklúbbur Reykjavíkur auglýsir eftir rekstraraðila veitinga í Grafarholti

GR auglýsir eftir rekstraraðila veitinga í golfskálann í Grafarholti. Þar er rekið veitingahús frá maí til október og veisluþjónusta allan ársins hring.

Óskað er eftir eftirfarandi upplýsingum frá umsóknaraðilum:

  1. Matseðli ásamt verðum, tillaga að seðli með fjölbreyttum veitingum
  2. Upplýsingar um fyrri reynslu við rekstur sambærilegra eininga
  3. Öðrum hugmyndum sem gera veitingastaðinn eftirsóknarverðan fyrir gesti Grafarholts

Golfklúbbur Reykjavíkur þjónar breiðum hópi kylfinga. Lögð er áhersla á fjölbreyttan matseðil og heilsusamlega kosti. Þá er mikilvægt að breiðum aldurshópi sé sinnt vel og verður sérstaklega horft til þess hvernig yngstu kylfingum (6-18 ára) GR verður þjónað.

Umsóknum skal skilað til framkvæmdastjóra Golfklúbbs Reykjavíkur, omar@grgolf.is fyrir 24. apríl.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit