Golfklúbbur Reykjavíkur gerir samning við Golfhöllina

Golfklúbbur Reykjavíkur gerir samning við Golfhöllina

Eins og fram kom í tilkynningu fyrir helgi þá hefur Golfklúbbur Reykjavíkur gert samsstarfsamninga við þjónustuaðila golfherma sem ætla að bjóða félagsmönnum upp á afsláttarkjör í vetur. Með samningum þessum vill Golfklúbbur Reykjavíkur bæta þjónustu sína við félagsmenn svo þeir geti nýtt sér aðstöðu til inniæfinga yfir vetrartímann.

Golfhöllin vinnur að því hörðum höndum að opna stórglæsilega aðstöðu sína núna um miðjan október. Golfhöllin er til húsa á Fiskislóð 53-59 á Granda. Golfhöllin býður upp á 14 Trackman golfherma af nýjustu gerð, aðstaðan er ætluð kylfingum á öllum getustigum og því tilvalið fyrir einstaklinga og hópa að bóka sér fasta tíma til æfinga í vetur.

Félagsmenn GR fá sérstakt inngöngutilboð á meðlimagjaldi hjá Golfhöllinni.  Meðlimagjald í Golfhöllinni fyrir GR félagsmenn er 24.500  krónur ( fullt verð 29.900 krónur). Innifalið í meðlimagjaldi eru 5* 60 mínútur í golfhermi.  

Þeir sem gerast meðlimir Golfhallarinnar geta bókað 50 klst yfir veturinn með 25% afslætti af verðskrá ásamt annarra fríðinda. Sjá má verðskrá hér - Golfhöllin_Verðskrá.pdf

Þegar hefur verið opnað fyrir forbókanir á föstum tímum hjá Golfhöllinni í vetur og er hægt að senda tölvupóst á golfhollin@golfhollin.is til að tryggja sér fasta tíma.

Helstu upplýsingar sem þurfa að koma fram í forbókun:

  • Hvaða dagar
  • Hversu margir hermar
  • Klukkan hvað og hve lengi í senn
  • Nafn og síma þess sem pantar
  • Félagsmaður í GR 

Við hlökkum til samstarfsins og vonumst til að félagsmenn komi til með að nýta sér þá þjónustu sem í boði er hjá Golfhöllinni í vetur. 

Til baka í yfirlit