Golfklúbbur Reykjavíkur Íslandsmeistarar í 1. deild karla og kvenna

Golfklúbbur Reykjavíkur Íslandsmeistarar í 1. deild karla og kvenna

Íslandsmóti golfklúbba 50 ára og eldri lauk í dag og urðu sveitir GR Íslandsmeistarar í 1. deild karla og kvenna.

Keppni í kvennaflokki fór fram á Öndverðarnesvelli og tóku alls átta klúbbar þátt. Golfklúbburinn Keilir varð í öðru sæti og Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar í því þriðja. Golfklúbburinn Oddur féll í 2. deild.

Í karlaflokki fór keppni fram á Hólmsvelli Leiru og voru alls átta klúbbar sem tóku þátt. Golfklúbburinn Keilir varð í öðru sæti og Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar endaði í þriðja sæti. Þar var það Golfklúbbur Borgarness sem féll í 2. deild.

Nánar um úrslit úr kvennaflokki
Nánar um úrslit úr karlaflokki

Við erum gríðarlega stolt af okkar fólki og óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit