Golfklúbbur Reykjavíkur nýtir sér auka staðarreglu á völlum félagsins í sumar

Golfklúbbur Reykjavíkur nýtir sér auka staðarreglu á völlum félagsins í sumar

Með tilkomu nýju golfreglnanna sem tóku gildi um áramót er golfklúbbum frjálst að setja á nýja auka staðarreglu til að flýta fyrir og einfalda leik, þessi staðarregla er oft kölluð „Úrval Útsýn“ reglan. Golfklúbbur Reykjavíkur hefur ákveðið að nýta sér þennan valmöguleika til að gera golfleikinn skemmtilegri fyrir félagsmenn við almennan leik. Reglan er sú að ef boltinn fer útaf (out of bounds) eða finnst ekki, þá er hægt, gegn 2 vítahöggum, að útbúa lausnarsvæði sem er frá áætluðum stað og að braut (jafn langt frá og áætlaður staður) + 2 kylfulengdir inná brautina, og láta boltann falla innan þess lausnarsvæðis. Sjá betur meðfylgjandi reglu og þær góðu teikningar sem þar eru.  Þessi nýja regla hangir einnig á upplýsingatöflu í klúbbhúsum.  Þessi regla gildir aðeins við almennan leik en ekki í mótum á vegum klúbbsins. Hinsvegar eru hópar hvattir til að nýta sér þessa reglu við þeirra mót.  Það skal tekið fram að hringurinn gildir til forgjafar, þrátt fyrir að kylfingar nýti sér þessa reglu.

GR - Auka Staðarreglur.pdf

Kveðja,
Dómarar

Til baka í yfirlit