Golfmót öldunga 70+ haldið 8. september – skráning hefst á mánudag

Golfmót öldunga 70+ haldið 8. september – skráning hefst á mánudag

Þriðjudaginn 8. september verður Golfmót öldunga haldið á Korpunni, 9 holum, lykkja mótsins verður Áin og verður ræst út frá kl. 08:00-11:00. Leikfyrirkomulag mótsins er punktakeppni og höggleikur. Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sætin í punktakeppni karla og kvenna auk þess verða verðlaun veitt fyrir besta skor karla og kvenna. Nándarverðlaun verða á par 3 holum vallarins og verða þau veitt bæði í karla og kvennaflokki.

Skráning í mótið hefst í Golfbox á mánudag, 31. ágúst kl. 12:00. Mótsgjald, kr. 1.000 greiðist þegar mætt er til leiks.

Til stóð að halda bingó föstudaginn 11. september og átti verðlaunaafhending að fara fram þar. Vegna Covid-19 hefur bingó verið frestað en verðlaunaafhending mun í stað þess fara fram að móti loknu. 

Kveðja,
Mótsnefnd

Til baka í yfirlit