Golfmót öldunga 70+ var leikið á Korpunni í gær, leiknar voru 9 holur á Ánni. Alls voru 50 eldri kylfingar skráðir til leiks og mátti heyra að áhugi fyrir mótahaldi í þessum aldurshóp er mikill.
Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í punktakeppni karla og kvenna og verðlaun fyrir besta skor í báðum flokkum. Nándarverðlaun voru einnig veitt bæði í karla og kvennaflokki á par 3 holum vallar. Verðlaunaafhending var haldin í lok móts og urðu úrslitin þessi:
Besta skor karlar: Halldór B. Kristjánsson, 36 högg
Besta skor konur: Magdalena M. Kjartansdóttir, 47 högg
Karlar punktakeppni:
- Sigurður F. Þorvaldsson, 21 punktur
- Björn Ingi Guðmann Þórhallsson, 20 punktar (betri á síðustu 6)
- Ingólfur Steinar Óskarsson, 20 punktar
Konur punktakeppni:
- Anna Laxdal Agnarsdóttir, 18 punktar (betri á síðustu 6)
- Erna Anine Thorstensen, 18 punktar
- Helga Guðjónsdóttir, 16 punktar (betri á síðustu 6)
Nándarverðlaun:
13. braut - karlar: Ágúst Oddgeirsson - 2,61m
13. braut - konur: Kristín Zoega - 7,25m
17. braut - karlar: Elliði Norðdal - 6,09m
Önnur úrslit úr mótinu má sjá í mótaskrá á Golfbox
Við óskum sigurvegurum til hamingju með sinn árangur og þökkum öllum sem skráðu sig til leiks fyrir þátttökuna.
Kveðja,
Mótsnefnd