Golfnámskeið í febrúar

Golfnámskeið í febrúar

Arnar Snær, PGA golfkennari, vill hvetja kylfinga til að halda sveilfunni í æfingu yfir vetrarmánuðina og hefur nú sett þrjú ný námskeið á dagskrá í febrúar. 

Hámarksfjöldi í hverjum hóp eru sex kylfingar. Kennari verður Arnar Snær Hákonarsson PGA golfkennari og fara skráningar fram í gegnum netfangið arnarsn@grgolf.is 

Nánari upplýsingar um námskeiðin má sjá hér fyrir neðan:

Byrjendanámskeið – Besta leiðin til að byrja í golfi
Framhaldsnámskeið – Fyrir þá sem vilja taka leikinn á næsta plan
Æfinganámskeið - Allt sem þú þarft til að ná markmiðum sumarsins

Byrjendanámskeið
Frábært námskeið fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í leiknum og vilja gera þetta rétt og ná tökum á leiknum sem fyrst. Námskeiðið er tíu skipti (10x 55 mín) frá klukkan 18:00-19:00 á mánudögum og miðvikudögum og klukkan 10:00-11:00 á laugardögum. Námskeiðið hefst mánudaginn 18.febrúar í Básum, Grafarholti.

Verð 30.000 kr.  (Boltar ekki innifaldir)

Framhaldsnámskeið
Frábært námskeið fyrir kylfinga sem vilja ná betri tökum á golfleiknum þar sem sértaklega verður farið í teighögg og trékylfur/blendinga. Námskeiðið er fimm skipti (5x 60 mín) frá klukkan 19:00-20:00 á mánudögum og fimmtudögum. Námskeiðið hefst mánudaginn 18.febrúar í Básum, Grafarholti.

Verð 15.000 kr.  (Boltar ekki innifaldir)

Æfinganámskeið
Æfinganámskeið fyrir þá sem vilja koma sér í fleiri fuglafæri og fá fleiri fugla, áhersla verður lögð á fleyghögg, teighögg og pútt . Námskeiðið er tíu skipti (10x 55 mín) frá klukkan 18:00-19:00 á þriðjudögum og fimmtudögum og laugardögum kl 11:00-12:00. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 19.febrúar í Básum, Grafarholti.

Verð 30.000 kr. (Boltar ekki innifaldir)

Til baka í yfirlit