Í vor hélt nýr yfirdómari GR, Aron Hauksson, tvær golfreglukynningar á helstu breytingum sem áttu sér stað um síðustu áramót. Fyrra kvöldið mættu um 40 manns og seinna kvöldið um 80 manns sem er þá aðeins um 4% af kylfingum klúbbsins. Umræðurnar sem sköpuðust voru bæði mjög skemmtilegar og gagnlegar á báðum kvöldunum.
Meðfylgjandi eru þær glærur sem notaðar voru við kynninguna og hvetjum við alla kylfinga að kynna sér reglubreytingarnar og reglurnar almennt.
Nýjar golfreglur 2019 - Klúbbakynning.pdf
Mjög góðar upplýsingar um breytingarnar eru einnig að finn á golf.is undir Golfreglur
Við minnum félaga á að hægt er að senda fyrirspurnir á Aron á netfangið domari@grgolf.is
Golfklúbbur Reykjavíkur