Golfskóli GR 2019 – skráning hafin

Golfskóli GR 2019 – skráning hafin

Golfkskóli GR er starfræktur yfir sumartímann og er hugsaður fyrir börn og unglinga á aldrinum 7-15 ára sem eru að stíga sín fyrstu skref í golfíþróttinni. Námskeiðin fara fram á æfingasvæði Bása í Grafarholti og er öllum er heimilt að taka þátt hvort sem viðkomandi er félagi í golfklúbbi eða ekki. Grunnatriði leiksins eru höfð að leiðarljósi ásamt því að hafa gaman í skemmtilegum hópi.

Námskeiðin hefjast klukkan 9:00 alla morgna og standa til klukkan 13:00. Mæting er í Básum í Grafarholti þar sem leiðbeinendur taka á móti krökkunum. Þátttakendur eru beðnir um að koma klædd eftir veðri og hafa með aukafatnað, viðbúin öllu. Einnig er æskilegt að hafa með sér hollt nesti og drykk.

Skráning fyrir sumarið 2019 er hafin á https://grgolf.felog.is/ og verða námskeiðin haldin á eftifarandi dagsetningum:

Námskeið 1 11. - 14. júní
Námskeið 2 18. - 20. júní (3 dagar)
Námskeið 3 24. - 27. júní
Námskeið 4 01. - 04. júlí
Námskeið 5 15. - 18. júlí
Námskeið 6 29. júlí - 01. ágúst

Eftir að hafa lokið námskeiði stíga krakkarnir mörg hver inn í starfið hjá klúbbnum og fara að stunda reglubundnar æfingar allt árið um kring.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Kveðja,
Þjálfarar

Til baka í yfirlit