Golfvellir GR opna að nýju – rástímaskráning opnar kl. 16:00 í dag

Golfvellir GR opna að nýju – rástímaskráning opnar kl. 16:00 í dag

Samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra sem birt var 18. október verður að nýju hægt að  stunda golf á höfuðborgarsvæðinu frá og með 20. október. Um er að ræða golfvelli í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Álftanesi, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Mosfellsdal og Kjalarnesi. 

Í samræmi við það munu vellir GR opna að nýju fyrir félagsmenn frá og með þriðjudeginum, 20. október og verður rástímaskráning opnuð á Golfbox kl. 16:00 í dag, mánudag. Opnað verður fyrir skráningu rástíma á Korpuna og Grafarholt. Til að koma í veg fyrir hópamyndun verður einnig opnað fyrir rástímabókanir á Thorsvöll líkt og gert var í vor. Lokað verður fyrir golfbílaumferð á Korpu og í Grafarholti en golfbílar leyfðir á Thorsvelli. 

Salernisaðstöðu á völlum hefur verið lokað, klúbbhús Korpu verður opið svo að félagsmenn geti nýtt salernisaðstöðu. í Grafarholti verður klúbbhús lokað en hægt verður að nýta salernisaðstöðu í Básum.

Við biðjum félagsmenn að hafa í huga að vellir eru viðkvæmir á þessum árstíma og lagfæra þarf kylfu- og boltaför á völlum. Næturfrost og kuldi er í kortunum næstu daga og verður hægt að fylgjast með opnun í rástímaskráningu á Golfbox.

Áfram minnum við á mikilvægi þess að þvo hendur, spritta og gæta að almennu hreinlæti.

Sjá tilkynningu sem birt var á golf.is

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit