Það er ánægjulegt að geta boðið félagsmönnum áfram upp á að spila velli félagsins og munu vallarstarfsmenn sjá til að það verði hægt á meðan veður og aðstæður leyfa.
Kylfu- og boltaför verða alltaf meira áberandi þegar vellir eru viðkvæmir og viljum við ítreka það við félagsmenn að lagfæra eftir sig þau för sem geta myndast við leik. Þegar mikil bleyta hefur verið þá verða boltaför á flötum áberandi ljót og minnum við á mikilvægi þess að hafa gaffalinn meðferðis og nota hann þegar ástæða er til.
Hjálpumst að við halda völlunum góðum eins lengi fram á haustið og hægt er.
Kveðja,
Vallarstjórar