GR-ingar byrja tímabilið vel á GSÍ mótaröðinni – Hákon Örn sigraði í karlaflokki og Ragnhildur með glæsilegt vallarmet

GR-ingar byrja tímabilið vel á GSÍ mótaröðinni – Hákon Örn sigraði í karlaflokki og Ragnhildur með glæsilegt vallarmet

Kylfingar úr Golfklúbbi Reykjavíkur gerðu góða hluti á fyrsta móti GSÍ mótaraðinnar en leikið var á Hlíðavelli í Mosfellsbæ dagana 14. til 16. maí. Leikið var með öðruvísi fyrirkomulagi en tveir niðurskurðir voru þar sem helmingur keppenda komst áfram eftir fyrsta hring og aftur eftir annan hring.

Í karlaflokki gerði Hákon Örn Magnússon sér lítið fyrir og sigraði á 6 höggum undir pari (70-70-70). Tómas Eiríksson Hjaltested var næstbestur hjá karlkylfingunum en hann endaði jafn í 2. sæti, höggi á eftir Hákoni (72-69-70). Auk Hákons og Tómas komust Böðvar Bragi Pálsson og Dagbjartur Sigurbrandsson á lokadaginn.

Í kvennaflokki var Ragnhildur Kristinsdóttir í 2. sæti eftir bráðabana. Ragnhildur spilaði hringina þrjá samtals á tveimur höggum (67-73-74) en á fyrsta hring setti hún glæsilegt vallarmet. Perla Sól Sigurbrandsdóttir kom næsta GR kvenna en hún endaði í 4. sæti á +13 (75-76-78). Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir komst einnig á lokadaginn.

Tímabilið byrjar því vel hjá okkar fólki. Næsta mót er um helgina er bestu kylfingar landsins etja kappi á Golfklúbbnum Leyni dagana 21. til 23. maí.

Hvetjum alla félagsmenn að skella sér á Akranes um helgina og fylgjast með okkar kylfingum.

Til baka í yfirlit