GR-ingar fögnuðu sigri á Símamótinu – Dagbjartur og Ragnhildur í 1. sæti

GR-ingar fögnuðu sigri á Símamótinu – Dagbjartur og Ragnhildur í 1. sæti

Um helgina fögnuðu þau Dagbjartur Sigurbrandsson og Ragnhildur Kristinsdóttir sigri á mótaröð þeirra bestu, Símamótinu, sem leikið var á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Ragnhildur sigraði kvennaflokkinn nokkuð örugglega þar sem frábær spilamennska á fyrsta keppnisdeginum skóp sigurinn. Saga Traustadóttir lék einnig mjög vel og tryggði sér annað sætið í mótinu.

Í karlaflokki hrósaði Dagbjartur Sigurbrandsson sigri annað mótið í röð með stöðugri og jafnframt glæsilegri spilamennsku, Dagbjartur átti í harðri baráttu í dag við félaga sinn úr GR Andra Þór Björnsson sem lék jafnt og stöðugt golf allt mótið sem skilaði honum öðru sætinu.

GR sigraði einnig liðakeppni karla og kvenna að þessu sinni og átti þrjá kylfinga á meðal 5 efstu í báðum flokkum.

Fimm efstu í karlaflokki:

  1. Dagbjartur Sigurbrandsson , GR (69-74-67) 210 högg (-6)
  2. Andri Þór Björnsson, GR (70-73-71) 214 högg (-2)
  3. Kristófer Karl Karlsson, GM (73-71-71) 215 högg (-1) 
  4. Ólafur Björn Loftsson, GKG (72-72-72) 216 högg (par)
  5. Hákon Örn Magnússon, GR (72-74-72) 218 högg (+2)

Fimm efstu í kvennaflokki:

  1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (70-74-82) 226 högg (+10)
  2. Saga Traustadóttir, GR (79-81-74) 234 högg (+18)
  3. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (73- 82-81) 236 högg (+20)
  4. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (77- 81-84) 242 högg (+26)
  5. Eva Karen Björnsdóttir, GR (78-89-78) 245 högg (+29)

Við óskum þessum ungu og efnilegu kylfingum til hamingju með árangur helgarinnar.

Áfram GR!

Til baka í yfirlit