GR konur: færð þú fugl eða örn í sumar?

GR konur: færð þú fugl eða örn í sumar?

Okkur til skemmtunar í sumar ætlum við að hafa aukalega FUGLA OG ARNAR kassa sem verður ótengt sumarmótaröðinni.

Þessir kassar eru vel merktir og eru í golfverslunum bæði á Korpunni og í Grafarholti. Þannig að þegar þið snjöllu konur fáið FUGLA eða ERNI á hringjum ykkar í sumar þá setjið þið kortin ykkar i svo til merkta kassa, auðvitað með vel merktum hring utan um skorið sem við á.  

Ef og þegar þið svo fáið FUGL eða ÖRN á leiknum hring á sumarmótaröðinni þá fyllið þið út annað kort, skilið einu inn til innsláttar í golfverslun og setjið annað kort merkt ykkur i fuglakassann.

Síðan drögum við 5 heppnar konur úr kassanum í júní, júlí og ágúst.

Við erum vissar um að þið massið þetta DING DONG!

Góða skemmtun
Kvennanefndin

Til baka í yfirlit