Vegna frosts og bleytu verður ekki hægt að opna Grafarholtsvöll fyrir félagsmenn í dag, allar lykkjur Korpunnar verða opnar og er hægt að skrá sig í rástíma bæði á 9 og 18 holurnar.
Eitthvað á að hlýna í lofti næstu daga og verður staðan með vellina metin hvern dag og hvetjum við ykkur til að fylgjast með varðandi opnun bæði hér á vefsíðu klúbbsins og eins inn á rástímaskráningum á golf.is.
Golfklúbbur Reykjavíkur