Ljóst er að með hverjum deginum styttist æ meir í lokun valla en Grafarholtsvöllur hefur verið lokaður í dag og verður það áfram. Félagsmenn hafa haft kost á að leika bæði 18 og 9 holur á Korpúlfsstaðarvelli í dag og einhverjir nýtt sér það í haustsólinni. Í nótt er spáð næturfrosti og verða því báðir vellir lokaðir að minnsta kosti til hádegis á morgun, laugardag en þá verður staðan endurmetin af vallarstjórum.
Tilkynningar munu koma inn í rástímaskráningarnar á golf.is verði vellirnir áfram lokaðir.
Golfklúbbur Reykjavíkur