Grafarholtsvöllur opnar 16. maí - Opnunarmót

Grafarholtsvöllur opnar 16. maí - Opnunarmót

Næstkomandi laugardag, 16. maí, mun Grafarholtsvöllur opna formlega með Opnunarmóti Grafarholts og verða þar með báðir vellir félagsins opnir. Leikfyrirkomulag mótsins punktakeppni. Hæst er gefin forgjöf 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Leikið er í tveimur flokkum 0-14 og 14,1 og hærra.

Umferð golfbíla verður ekki leyfð á vellinum fyrst um sinn en verður það tilkynnt þegar þar að kemur. 

Skráning í mótið hefst á miðvikudag, 13. maí kl. 13:00 á www.golf.is - mótsgjald er kr. 3.500 og greiðist við skráningu.

Veitt verða verðlaun fyrir 4 efstu sætin í hverjum flokki og verðlaun fyrir besta skor. 

Skráning í Opnunarmót Grafarholts fer fram með þessum hætti:

Á golf.is þarf að velja Innskráning og þannig skrá kylfingar sig inn á Golfbox.

Í Golfbox er farið í „Rástímabókun“ og valinn völlur sem heitir „GR – Opnunarmót Grafarholts 2020“, veljið dagsetningu móts 16.5.2020 og skráið ykkur í rástíma í mótinu.

Mótsgjald er greitt við skráningu og því gott að hafa greiðslukortaupplýsingar við hendina. Einnig flýtir það fyrir skráningu ef kennitala eða félagsnúmer meðspilara sem skráðir eru samhliða eru til staðar. Nóg er að hafa númerið sem kemur á eftir  seinna bandstrikinu (IS-7- XXXX).

Við vekjum athygli á því að skráning fer eingöngu fram í gegnum vefinn.

Verðlaun í Opnunarmóti Grafarholts:
Forgjöf 0 – 14
1. sæti: Footjoy peysa og bolur
2.sæti:  Footjoy peysa
3.sæti:  Footjoy bolur
4.sæti:  Footjoy bolur

Forgjöf 14,1 - og hærra
1.sæti: Footjoy peysa og bolur
2.sæti: Footjoy peysa
3.sæti: Footjoy bolur
4.sæti: Footjoy bolur

Besta skor:
1. sæti: GR merkt Footjoy peysa og bolur

Reglubók Golfklúbbs Reykjavíkur - Skráning og mætingar í mót.
9.1 Mótshaldara er heimilt að krefjast greiðslu þátttökugjalda við skráningu. Keppandi á ekki rétt á endurgreiðslu þátttökugjalds boði hann forföll til mótsstjórnar/nefndarinnar, síðar en kl. 18.00 daginn fyrir fyrsta keppnisdag.  Mótsstjóri er Dóra Eyland, dora@grgolf.is

Til baka í yfirlit