Grafarholtsvöllur opnar laugardaginn 26. maí

Grafarholtsvöllur opnar laugardaginn 26. maí

Eins og félagsmenn okkar hafa tekið eftir þá hefur veðurfar undanfarna daga ekki verið okkur
kylfingum hliðhollt. Mikil úrkoma og hitastigið vel fyrir neðan meðallag. Veðurspá fyrir komandi helgi er því miður ekki glæsileg og því hefur sú ákvörðun verið tekin að opna Grafarholtsvöll formlega laugardaginn 26. maí með Opnunarmót Grafarholts eins og venja er.

Korpúlfsstaðavöllur opnaði formlega laugardaginn 12. maí og annar sá völlur þeirri umferð sem er í gangi þessa dagana.

Skráning í Opnunarmót Grafarholts hefst þriðjudaginn 22. maí kl.12:00 á www.golf.is Mótið verður auglýst sérstaklega á föstudaginn kemur.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit