Guðmundur Ágúst fór upp um 48 sæti heimslistans á tímabilinu

Guðmundur Ágúst fór upp um 48 sæti heimslistans á tímabilinu

Guðmundur Ágúst Kristjánsson endaði í 16. sæti á lokamóti Áskorendamótaraðarinnar sem leikið var á Mallorca um síðastliðna helgi, hann lék hringina fjóra á samtals -3 (72-68-70-71). Guðmundur fór upp um alls 48 sæti á heimslistanum á tímabilinu og situr nú í 46. sæti á stigalista Áskorendamótaraðarinnar.

Þetta er næst besti árangur sem íslenskur karlkylfingur hefur náð á þessari næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu en Birgir Leifur Hafþórsson hafnaði í 35. sæti á Áskorendamótaröðinni árið 2017. Guðmundur Ágúst er nú í 510. sæti á heimslistanum en hann var í sæti nr. 558 fyrir lokamótið. Hæst hefur Guðmundur Ágúst farið upp í sæti nr. 508 á heimslistanum á þessu tímabili. 

Stöðuna úr móti helgarinnar má sjá hér
Heimslistann má sjá hér

Við óskum Guðmundi Ágústi innilega til hamingju með árangur helgarinnar og með flottan árangur á þessu tímabili.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit