Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur hefur leik í dag á Made in Denmark mótinu. Mótið er hluti af Evrópumótaröð karla og verður Guðmundur Ágúst í holli með þeim Robert Rock og George Coetzee fyrstu tvo dagana en þeir hafa báðir sigrað á mótaröðinni og komist ofarlega á heimslista karla í golfi.
Robert Rock sigraði á tveimur mótum á Evrópumótaröð karla árin 2011 og 2012 og komst efst upp í 55. sæti heimslistans á þeim tíma. Coetzee hefur náð enn betri árangri á Evrópumótaröðinni en hann hefur fjórum sinnum staðið uppi sem sigurvegari, síðast í fyrra á Tshwane Open mótinu.
Þetta er annað mót Guðmundar á Evrópumótaröðinni en hann komst inn í mótið eftir góðan árangur á Nordic Golf. Guðmundur hefur leik kl. 12:50 á staðartíma í dag eða kl. 10:50 að íslenskum tíma.
Hér verður hægt að fylgjast með stöðu og skori keppenda í mótinu
Við óskum okkar manni alls hins besta á vellinum í dag og næstu daga.
Golfklúbbur Reykjavíkur