Guðmundur Ágúst í 5. sæti á móti helgarinnar sem leikið var á Norður-Írlandi

Guðmundur Ágúst í 5. sæti á móti helgarinnar sem leikið var á Norður-Írlandi

Guðmundur Ágúst var í toppbaráttunni á Áskorendamótaröðinni – Challenge Tour sem leikin var um helgina og endaði í 5. sæti á samtals -9. Haraldur Franklín Magnús og Andri Þór Björnsson tóku einnig þátt á mótinu og komust báðir í gegnum niðurskurðinn. Haraldur endaði í 33. sæti á samtals -3 og Andri Þór lauk leik á +4 sem skilaði honum í 48. sæti. Keppni fór fram á Galgorm Spa & Golf Resort á Norður-Írlandi skammt frá höfuðborginni Belfast.

Tyler Koivisto, frá Bandaríkjunum, sigraði mótið á samtals -13 samtals en þetta var fyrsti sigur Koivisto á Áskorendamótaröðinni sem er næst sterkasta atvinnumótaröð í Evrópu.

Stöðu og úrslit úr mótinu má sjá hér

Við óskum okkar mönnum innilega til hamingju með árangur helgarinnar.
Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit