Guðmundur Ágúst í forystu fyrir lokahringinn á Spáni

Guðmundur Ágúst í forystu fyrir lokahringinn á Spáni

Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR er í efsta sæti fyrir lokahring á Mediter Real Estate Masters sem fram fer á PGA Catalunya Resort við Barcelona á Spáni. Mótið er hluti af Nordic Tour atvinnumótaröðinni og eru alls fjórir íslenskir kylfingar sem taka þátt, þar af þrír úr Golfklúbbi Reykjavíkur.

Guðmundur er í efsta sæti, með eitt högg í forskot, á samtals -8 (64-70). Haraldur Franklín Magnús er í 21. sæti á einu höggi undir pari (71-70) og Andri Þór Björnsson er í 40. sæti á einu höggi yfir pari (67-76). Axel Bóasson úr Keili er úr leik en hann lék á samtals +4 (74-72).

Spennandi verður að fylgjast með hvort Guðmundur nái að halda forystunni á lokahringnum sem leikinn verður í dag.

Fylgjast má með skori og stöðu keppenda hér

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit