Guðmundur Ágúst lék á -5 og tryggði sér keppnisrétt á Nordea Masters

Guðmundur Ágúst lék á -5 og tryggði sér keppnisrétt á Nordea Masters

Guðmundur Ágúst Kristjánsson gerði sér lítið fyrir á úrtökumóti fyrir Nordea Masters í gær og lék hringinn á 68 höggum eða -5 á Barsebäck vellinum rétt utan við Malmö í Svíþjóð í gær. Með þessum árangri lenti Guðmundur Ágúst í öðru sæti og tryggði sér keppnisrétt á Nordea Masters sem er hluti af sterkustu mótaröð Evrópu. Mótið fer fram 1.-4. júní á Barsebäck og þar mæta til leiks margir af bestu kylfingum heims. Matthew Fitzpatrick frá Englandi hefur þar titil að verja.

Alls reyndu 124 kylfingar sig á úrtökumótinu en alls komust þrír áfram, þeir Guðmundur Ágúst, Adrien Bernadet og Niklas Lemke. Fjórir íslenskir atvinnukylfingar þátt á úrtökumótinu en þeir Andri Þór Björnsson (GR), Haraldur Franklín Magnús (GR) og Axel Bóasson (GK) komust ekki áfram. Andri lék á -1, Haraldur á +4 og Axel á +2.

Lokastöðu í mótinu má sjá hér

Við óskum Guðmundi Ágústi innilega til hamingju með árangurinn og hlökkum til að fylgjast með honum á stóra sviðinu í Evrópu.

Til baka í yfirlit