Guðmundur Ágúst meðal þátttakenda á lokamóti Áskorendamótaraðarinnar

Guðmundur Ágúst meðal þátttakenda á lokamóti Áskorendamótaraðarinnar

Guðmundur Ágúst Kristjánsson er meðal þátttakenda á lokamóti Áskorendamótaraðarinnar sem leikið verður á T-Golf & Country Club á Mallorca um næstu helgi, dagana 19. – 22. nóvember. Alls eru 45 leikmenn sem komast að og eru leiknir alls fjórir hringir. Verðlaunafé í mótinu er 350.000 evrur auk þátttökuréttar á Evrópumótaröð karla.

Þetta er í annað sinn sem íslenskur karlkylfingur kemst inn á lokamót Áskorendamótaraðarinnar en Birgir Leifur Hafþórsson hefur áður náð þessum árangri. Guðmundur Ágúst var í 135. sæti á stigalistanum þegar keppnistímabilið hófst og er nú í 46. sæti, hann varð öruggur með sæti á móti helgarinnar þar sem nokkrir kylfingar kusu að taka ekki þátt.  Guðmundur Ágúst hefur náð góðum árangri á núverandi tímabili og farið hratt upp stigalistann, besti árangur hans hingað til er 5. sætið á Northern Ireland Open supported by the R&A.

Keppendalista í lokamóti Áskorendamótaraðarinnar má sjá hér

Við hlökkum til að fylgjast með Guðmundi á móti helgarinnar og óskum honum alls hins besta.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit