Guðmundur Ágúst sigraði á Spáni – lauk leik á 12 höggum undir pari

Guðmundur Ágúst sigraði á Spáni – lauk leik á 12 höggum undir pari

Lokahringur á Mediter Real Estate Masters var leikinn á Spáni í gær og sigraði Guðmundur Ágúst Kristjánsson keppnina á alls 12 höggum undir pari. Mótið er hluti af Nordic Tour atvinnumótaröðinni og var keppt á PGA Catalunya Resort við Barcelona á Spáni. Þetta er fyrsti sigur Guðmundar á mótaröðinni sem er í þriðja styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu.

Fjórir íslenskir kylfingar tóku þátt í mótinu – Guðmundur Ágúst (GR), Haraldur Franklín Magnús (GR), Andri Þór Björnsson (GR) og Axel Bóasson (GK). Haraldur lauk leik á -3 sem skilaði honum í 17. sæti, Andri Þór endaði í 40. sæti á samtals +2. Axel Bóasson náði ekki í lokahringinn en hann lauk leik á fjórum höggum yfir pari.

Skor Guðmundar:

 

Það er að miklu að keppa á mótaröðinni en fimm stigahæstu kylfingarnir í lok keppnistímabilsins fá keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni (Challenge Tour) á næsta tímabili.

Skor keppenda úr mótinu má sjá hér

Við óskum okkar manni innilega til hamingju með sigurinn.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit