Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR sigraði á Svea Leasing Open atvinnumannamótinu sem lauk í gær. Mótið fór fram fram hjá Täby Golfklubb í Svíþjóð og er hluti af Nordic Tour atvinnumótaröðinni.
Guðmundur Ágúst lék hringina þrjá á samtals 200 höggum (66-67-67) eða -16, glæsilegur árangur. Þetta var þriðji sigur Guðmundar á tímabilinu og með þessu tryggði hann sér keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni út þetta tímabil og næsta.
Haraldur Franklín Magnús, GR komst ekki í gegnum niðurskurðinn á þessu móti á pari vallar samtals eftir 36 holur, 74-70 (144 högg). Axel Bóasson úr GK var á sama skori eða pari vallar, 73-71. og deild því sama sæti og Haraldur Franklín. Andri Þór Björnsson úr GR komst heldur ekki í gegnum niðurskurð á mótinu en hann lék hringina tvo á 72-78.
Aron Bergsson, sem hefur keppt fyrir GKG, komst í gegnum niðurskurðinn á -1 samtals (76-67) en hann leikur fyrir sænska golfklúbbinn S:t Jörgen Park í Svíþjóð. Aron er bróðir Andreu Bergsdóttur sem leikur með íslenska kvennalandsliðinu á EM áhugakylfinga á Spáni þessa stundina.
Glæsilegum áfanga náð hjá Guðmundi og óskum við honum hjartanlega til hamingju með sigurinn.
Golfklúbbur Reykjavíkur