Hjóna og parakeppni GR fór fram í dag, fimmtudaginn 17.júní á Korpúlfsstaðavelli. Mótið var fullsetið og mættu 62 hjón/pör til leiks. Veðrið lék við keppendur þótt það vantaði nokkrar gráður upp á hitastigið. Leikið var með Greensome fyrirkomulagi á Ánni/Landið, pylsur grillaðar við klúbbhúsið og var þjóðhátíðarstemmning yfir vellinum. Veitt voru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sæti ásamt nándarverðlaunum á öllum par 3 hollum vallarins. Guðrún Óskarsdóttir og Agnar Örn Arason unnu með glæsilegu skori eða 58 höggum nettó.
Úrslit mótsins voru eftirfarandi:
- Guðrún Óskarsdóttir og Agnar Örn Arason 58 högg nettó
- Harpa Ægisdóttir og Þórir Viðarsson 63 högg nettó (betri á seinni 9)
- Dagrún Mjöll Ágústsdóttir og Arona Hauksson 63 högg nettó
Nándarverðlaun
13.braut: Guðrún Ýr Birgisdóttir 1,38 m
17.braut: Páll Gunnar Pálsson 1,22 m
22.braut: Þorsteinn Sæberg 2,28 m
25.braut: Alda Harðardóttir 1,64 m
Golfklúbbur Reykjavíkur óskar vinningshöfum til hamingju með flottan árangur og þakkar fyrir vel heppnað 17.júní þjóðhátíðarmót.