Guðrún Steindórsdóttir sumarmeistari GR kvenna árið 2020

Guðrún Steindórsdóttir sumarmeistari GR kvenna árið 2020

Kæru GR konur,

Sumarmótaröð GR kvenna 2020 er lokið með sigri Guðrúnar Steindórsdóttur en hún lauk þeim þremur hringjum sem til þurfti á mótinu á samtals 121 punkti, í öðru sæti á 119 punktum er Þórunn Elfa Bjarkadóttir og í 3. sæti á 117 punktum er Guðrún Þórarinsdóttir. COVID-19 hafði veruleg áhrif á starf GR kvenna og urðum við t.d. að sleppa vorferðinni, lokahófi sumarmótsins eftir 4 tilraunir og öðrum viðburðum í ljósi aðstæðna. Því var ákveðið að þessu sinni að veita einnig verðlaun fyrir 2. og 3. sætið í ár.

Verðlaunin eru eftirfarandi:

 1. sæti golfferð með Úrval Útsýn
 2. sæti 50.000 kr. gjafabréf í Golfskálanum
 3. sæti 30.000 kr. gjafabréf í Golfskálanum
   

Veitt eru verðlaun 70.000 kr. gjafabréf frá Úrval Útsýn fyrir sigurvegara hvers mánaðar sem mótið varði:

Maí-meistari: Guðrún Steindórsdóttir – 48 punktar
Júní-meistari: Ingibjörg Sigurþórsdóttir – 43 punktar
Júlí-meistari: Sigríður Birna Magnúsdóttir – 42 punktar

 

Tvær konur fengu erni í sumar:

 • Sigrún Ólína Sigurðardóttir á 16. holu í móti 3 á Korpunni
 • Sandra Margrét Björgvinsdóttir á 15. holu í móti 5 á Korpunni

Verðlaunin eru golfskór.

Dregnir voru út 10 vinningar hjá þeim konum sem fengu fugla í sumar:

 • Halla Björk Ragnarsdóttir
 • Birna Hreiðarsdóttir
 • Kristín Eggertsdóttir
 • Ásta Óskarsdóttir
 • Gerður Hrönn Ragnarsdóttir
 • Linda Björk Bergsveinsdóttir
 • Margrét Þorvaldsdóttir
 • Líney Rut Halldórsdóttir
 • Hallbera Eiríksdóttir
 • Bergrún Svava Jónsdóttir

Munu þær fá freyðivínsflösku og golfhanska í verðlaun.

Dregið var úr skorkortum þátttakenda:

 • Sigrún Hallgrímsdóttir
 • Steinunn G. Kristinsdóttir
 • Kristín Halla Hannesdóttir
 • Margrét Elísabet Hjartardóttir
 • Danfríður Kristjónsdóttir
 • Sólveig Jóna Ögmundsdóttir
 • Oddný Sigsteinsdóttir
 • Laufey Jörgensdóttir
 • Svanhildur Gestsdóttir
 • Kristín Elfa Ingólfsdóttir
 • Halldóra M. Steingrímsdóttir
 • Marie Muller
 • Margrét Jónsdóttir
 • Marta Sigurgeirsdóttir
 • Erla Friðriksdóttir
 • Ásta B. Haukdal Styrmisdóttir
 • Þórunn Lína Bjarnadóttir
 • Guðrún Másdóttir
 • Guðrún Íris Úlfarsdóttir
 • Ásdís Þórarinsdóttir

Munu þær fá freyðivínsflösku og súkkulaði í verðlaun.

Í ár var áframhaldandi samstarf GR kvenna og Ferðaskrifstofunnar Úrval Útsýn þar sem ÚÚ lagði til vinninga í sumarmótinu.

GR konur þakka Úrval Útsýn sérstaklega ánægjulegt samstarf.

GR konur óskar Úrval Útsýn sumarmeistara GR kvenna 2020 og öðrum vinningshöfum innilega til hamingju með árangurinn.

Allar konur sem tóku þátt í sumarmótinu fá golfbolta og staup merkt GR konum.

Haft verður samband við vinningshafa og aðra þátttakendur varðandi afhendingu verðlauna.

Hér má sjá úrslitin úr Sumarmótaröð GR kvenna á Golfbox

Kærar þakkir fyrir skemmtilega en óvenjulega mótaröð og ánægjulega samveru í sumar. Vonum að sumarið 2021 verði komið bóluefni gegn COVID-19 og við getum haldið partý og haldið uppi eðlilegu kvennastarfi.

Ást og friður Kvennanefndin

Til baka í yfirlit