Kæru GR konur,
Sumarmótaröð GR kvenna 2020 er lokið með sigri Guðrúnar Steindórsdóttur en hún lauk þeim þremur hringjum sem til þurfti á mótinu á samtals 121 punkti, í öðru sæti á 119 punktum er Þórunn Elfa Bjarkadóttir og í 3. sæti á 117 punktum er Guðrún Þórarinsdóttir. COVID-19 hafði veruleg áhrif á starf GR kvenna og urðum við t.d. að sleppa vorferðinni, lokahófi sumarmótsins eftir 4 tilraunir og öðrum viðburðum í ljósi aðstæðna. Því var ákveðið að þessu sinni að veita einnig verðlaun fyrir 2. og 3. sætið í ár.
Verðlaunin eru eftirfarandi:
- sæti golfferð með Úrval Útsýn
- sæti 50.000 kr. gjafabréf í Golfskálanum
- sæti 30.000 kr. gjafabréf í Golfskálanum
Veitt eru verðlaun 70.000 kr. gjafabréf frá Úrval Útsýn fyrir sigurvegara hvers mánaðar sem mótið varði:
Maí-meistari: Guðrún Steindórsdóttir – 48 punktar
Júní-meistari: Ingibjörg Sigurþórsdóttir – 43 punktar
Júlí-meistari: Sigríður Birna Magnúsdóttir – 42 punktar
Tvær konur fengu erni í sumar:
- Sigrún Ólína Sigurðardóttir á 16. holu í móti 3 á Korpunni
- Sandra Margrét Björgvinsdóttir á 15. holu í móti 5 á Korpunni
Verðlaunin eru golfskór.
Dregnir voru út 10 vinningar hjá þeim konum sem fengu fugla í sumar:
- Halla Björk Ragnarsdóttir
- Birna Hreiðarsdóttir
- Kristín Eggertsdóttir
- Ásta Óskarsdóttir
- Gerður Hrönn Ragnarsdóttir
- Linda Björk Bergsveinsdóttir
- Margrét Þorvaldsdóttir
- Líney Rut Halldórsdóttir
- Hallbera Eiríksdóttir
- Bergrún Svava Jónsdóttir
Munu þær fá freyðivínsflösku og golfhanska í verðlaun.
Dregið var úr skorkortum þátttakenda:
- Sigrún Hallgrímsdóttir
- Steinunn G. Kristinsdóttir
- Kristín Halla Hannesdóttir
- Margrét Elísabet Hjartardóttir
- Danfríður Kristjónsdóttir
- Sólveig Jóna Ögmundsdóttir
- Oddný Sigsteinsdóttir
- Laufey Jörgensdóttir
- Svanhildur Gestsdóttir
- Kristín Elfa Ingólfsdóttir
- Halldóra M. Steingrímsdóttir
- Marie Muller
- Margrét Jónsdóttir
- Marta Sigurgeirsdóttir
- Erla Friðriksdóttir
- Ásta B. Haukdal Styrmisdóttir
- Þórunn Lína Bjarnadóttir
- Guðrún Másdóttir
- Guðrún Íris Úlfarsdóttir
- Ásdís Þórarinsdóttir
Munu þær fá freyðivínsflösku og súkkulaði í verðlaun.
Í ár var áframhaldandi samstarf GR kvenna og Ferðaskrifstofunnar Úrval Útsýn þar sem ÚÚ lagði til vinninga í sumarmótinu.
GR konur þakka Úrval Útsýn sérstaklega ánægjulegt samstarf.
GR konur óskar Úrval Útsýn sumarmeistara GR kvenna 2020 og öðrum vinningshöfum innilega til hamingju með árangurinn.
Allar konur sem tóku þátt í sumarmótinu fá golfbolta og staup merkt GR konum.
Haft verður samband við vinningshafa og aðra þátttakendur varðandi afhendingu verðlauna.
Hér má sjá úrslitin úr Sumarmótaröð GR kvenna á Golfbox
Kærar þakkir fyrir skemmtilega en óvenjulega mótaröð og ánægjulega samveru í sumar. Vonum að sumarið 2021 verði komið bóluefni gegn COVID-19 og við getum haldið partý og haldið uppi eðlilegu kvennastarfi.
Ást og friður Kvennanefndin