Gufudalsvöllur fjórði vinavöllur GR sumarið 2021

Gufudalsvöllur fjórði vinavöllur GR sumarið 2021

Golfklúbbur Reykjavíkur hefur endurnýjað vinavallasamning við félaga okkar hjá Golfklúbbi Hveragerðis og er Gufudalsvöllur fjórði vinavöllurinn sem félagsmenn hafa aðgang að á komandi tímabili.

Golfskálinn í Gufudal er vinalegur heim að sækja, Gufudalsvöllur er ein af perlunum í íslensku golfi og hefur verið einn vinsælasti golfvöllur landsins síðustu ár. Völlurinn skartar stórbrotnu umhverfi og náttúrufyrirbærum sem gera hann einstakan og hlýtur góða umhirðu ár eftir ár sem skilar sér í ástandi sem jafnast á við það besta á Íslandi.

Félagsmenn GR geta nýtt sér vinavallasamninginn við Hveragerði alla virka daga og geta bókað rástíma með þriggja daga fyrirvara, að öðru leyti gilda sömu reglur um leik á Gufudalsvelli og á öðrum vinavöllum. Félagsmenn GR greiða kr. 2.700 fyrir leik á vellinum sama hvort leiknar eru 9 eða 18 holur. Áður en leikur hefst skulu félagar staðfesta félagsaðild í afgreiðslu og ganga frá greiðslu vallargjalds. Samkomulagið gildir ekki ef félagsmenn leika með hópum sem gert hafa sérstaka samninga um afslætti, sbr. fyrirtækjamót.

Vefsíða Golfklúbbs Hveragerðis

Þetta er þriðja árið sem klúbbarnir gera með sér vinavallasamning og vonum að félagsmenn komi til með að nýta sér aðganginn að Gufudalsvelli á komandi sumri.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit