Guinot Open kvennamót - Úrslit

Guinot Open kvennamót - Úrslit

Hið glæsilega kvennamót Guinot Open var haldið á Korpu sunnudaginn 23.júní 2019. Frábær þátttaka var í mótinu enda Guinot snyrtivörumerkið vel þekkt og verðlaunin voru mjög vegleg. Um 90 konur mættu til leiks í frábæru veðri hérna á Korpu. Spilaðar voru lykkjurnar Áin/Landið. Eftir golfið var flott kynning frá stúlkunum í Guinot og gæddu konurnar sér á hádegisverði framreiddum af Korpa klúbbhús. Veitt voru verðlaun fyrir 5 efstu sætin í punktakeppni og næst holu á öllum par 3 holum vallarins.

 

Úrslitin voru eftirfarandi:

1. Þóra Ólafsdóttir GV 44 punktar

2. Ásdís Helgadóttir GK 41 punktar

3. Inga Hrund Arnardóttir GM 40 punktar (flestir punktar á seinni 9)

4. Ragnheiður Bachmann GKG 40 punktar

4. Sigríður Fanney Jónsdóttir GO 40 punktar

 

Nándarverðlaun:

13.braut: Hrund Sigurhansdóttir GR 1 m

17.braut: Herdís Sveinsdóttir GR 1,49 m

22.braut: Helga Ragnheiður Jónsdóttir GR 2,05 m

25.braut: Ásdís Helgadóttir GK 2,36 m

Golfklúbbur Reykjavíkur og Guinot þakkar keppendum öllum fyrir þátttökuna í dag og óskar sigurvegurum til hamingju með sinn árangur.

Til baka í yfirlit