Hákon Örn Magnússon úr GR og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK fögnuðu sigri í gær á Hvaleyrabikarnum sem fram fór á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði á stigamótaröð GSÍ.
Þetta er í fyrsta sinn sem Hákon Örn sigrar í Hvaleyrarbikarnum en Guðrún Brá vann síðast árið 2018. Guðrún Brá vann með sannfærandi hætti og lauk leik á samtals -3, í öðru sæti var Hulda Clara Gestsdóttir úr GKG en hún var 5 höggum á eftir Guðrúnu á +2. Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR var þriðja og lauk leik á +4. Hákon Örn sigraði eftir nokkrar sviptingar og lauk leik á -4. Í öðru sæti var Guðmundur Rúnar Hallgrímsson úr GS sem lauk leik á -3. Í þriðja sæti voru jafnir Andri Már Óskarsson úr GOS og Axel Bóasson úr GK en þeir voru á samtals -2.
Helstu úrslit út mótinu urðu þessi:
Konur
- Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK, -3
- Hulda Clara Gestsdóttir GKG, +2
- Ragnhildur Kristinsdóttir GR, +4
- Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR, +7
- Andrea Ýr Ásmundsdóttir GA og Heiðrún Anna Hlynsdóttir GOS, +9
Karlar
- Hákon Örn Magnússon GR, -4
- Guðmundur Rúnar Hallgrímsson GS, -3
- Andri Már Óskarsson GS og Axel Bóasson GK, -2
- Daníel Ísak Steinarsson GK, -1