Haraldur Franklín fór fyrsta hringinn á +1 - hefur leik kl. 14:54 í dag

Haraldur Franklín fór fyrsta hringinn á +1 - hefur leik kl. 14:54 í dag

Haraldur Franklín lék sinn fyrsta hring á The Open á 72 höggum eða +1. Haraldur var á +4 eftir fyrri 9 í gær en á seinni 9 fékk hann fimm fugla og tvo skolla og endaði hringinn á +1.

Golfsambandið heldur áfram með beina lýsingu frá leik Haraldar á golf.is í dag en hann á teig kl. 15:54 að staðartíma eða 14:54 að íslenskum tíma. Sýnt er frá mótinu í báðum klúbbhúsum, í Grafarholti og á Korpu.

Það verður spennandi að fylgjast með leik hjá okkar manni í dag og hvort hann kemst í gegnum niðurskurðinn. Við óskum honum alls hins besta á Carnoustie í dag.

Skor og stöðu keppenda má sjá hér

Til baka í yfirlit