Haraldur Franklín fyrstur íslenskra karlkylfinga á risamót – The Open

Haraldur Franklín fyrstur íslenskra karlkylfinga á risamót – The Open

Haraldur Franklín Magnús skrifaði í dag nýjan kafla í golfsögu Íslands í dag þegar hann endaði í öðru sæti á úrtökumóti fyrir Opna breska Meistaramótið á The Princes vellinum á Englandi. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur karlkylfingur tryggir sér keppnisrétt á risamóti en hið sögufræga mót, The Open, mun fara fram á Carnoustie dagana 19.-22. júlí.

Haraldur lék 36 holur í dag á -2 samtals sem tryggði honum annað sætið. Tom Lewis frá Englandi varð efstur á -4, Haraldur á -2 og Retief Goosen frá Suður-Afríku varð þriðji á -1 samtals. Goosen er einn þekktasti kylfingur Suður-Afríku en hann hefur tvívegis sigrað á Opna bandaríska meistaramótinu.

Við óskum Haraldi til hamingju með þennan frábæra árangur og hlökkum til að fylgjast með honum á stóra sviðinu.

Úrslit úr úrtökumótinu má finna hér

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit