Haraldur Franklín, Guðmundur Ágúst og Andri Þór keppa á Norður-Írlandi

Haraldur Franklín, Guðmundur Ágúst og Andri Þór keppa á Norður-Írlandi

GR-ingarnir Andri Þór Björnsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús verða allir á meðal keppenda á atvinnumannamóti sem fram fer dagana 3.- 6. september.

Mótið fer fram á Galgorm Spa & Golf Resort á Norður-Írlandi skammt frá höfuðborginni Belfast.

Mótið er hluti af Áskorendamótaröðinni, Challenge Tour, sem er næst sterkasta atvinnumótaröð Evrópu.

Guðmundur Ágúst hefur keppt á fimm mótum á þessu tímabili. Besti árangur hans er 57. sæti en hann hefur komist í gegnum niðurskurðinn á þremur mótum.

Andri Þór hefur leikið á einu móti á tímabilinu en það mót fór fram um miðjan júlí. Þar endaði Andri Þór í 68. sæti.

Haraldur Franklín hefur leikið á fjórum mótum á tímabilinu og hefur hann komist í gegnum niðurskurðinn á tveimur þeirra.

Upplýsingar um mótið má finna hér

Við óskum okkar mönnum alls hins besta á Írlandi næstu daga!
Golfklúbbur Reykjavíkur

Frétt tekin af golf.is

Til baka í yfirlit