Haraldur Franklín í 8. sæti á Open de Bretagne í Frakklandi

Haraldur Franklín í 8. sæti á Open de Bretagne í Frakklandi

Haraldur Franklín Magnús náði sínum besta árangri á Áskorendamótaröðinni þegar hann lauk leik í gær á samtals 8 höggum undir pari og skilaði honum 8. sæti í mótinu. Hann lék hringina fjóra á 64-74-67-67, samtals 272 höggum.

Open de Bretagne atvinnumótið fór fram á Golf Bluegreen de Pléneuf Val André í Frakklandi. Mótið er hluti af Challenge Tour sem er næst sterkasta atvinnumótaröð Evrópu í karlaflokki. Andri Þór Björnsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson voru einnig á meðal keppenda en þeir komust ekki í gegnum niðurskurðinn.

Við óskum Haraldi Franklín til hamingju með frábæran árangur!

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit