Haraldur Franklín jafn í öðru sæti eftir fyrsta hring í Frakklandi – annar hringur leikinn í dag

Haraldur Franklín jafn í öðru sæti eftir fyrsta hring í Frakklandi – annar hringur leikinn í dag

Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús átti frábæran fyrsta hring sem leikinn var á Áskorendamótaröðinni í Frakklandi í gær, hann endaði jafn í öðru sæti eftir daginn á samtals 64 höggum eða -6.

Keppni á Open de Bretagne atvinnumótinu fer fram á Golf Bluegreen de Pléneuf Val André í Frakklandi. Ásamt Haraldi Franklín taka einnig þátt Andri Þór Björnsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Mótið er hluti af Áskorendamótaröðinni (Challenge Tour) sem er næst sterkasta atvinnumótaröð Evrópu í karlaflokki.

Andri Þór lauk leik í gær á samtals 71 höggi eða einu höggi yfir pari og varð í 83. sæti eftir fyrsta hring. Guðmundur Ágúst varð í 111. sæti á samtals 73 höggum.

Hægt er að fylgjast með stöðu og skori keppenda hér


Við óskum strákunum alls hins besta og hlökkum til að fylgjast með Haraldi í toppbaráttunni á hringnum í dag.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit