Haraldur Franklín Magnús er kominn í gegnum niðurskurð á Andalucía Challenge de Cadíz mótinu sem leikið er á Novo Sancti Petri golfsvæðinu og er hluti af Áskorendamótaröðinni. Haraldur er jafn í sæti 27-33 á pari eftir tvo hringi. Guðmundur Ágúst er einnig meðal keppenda á mótinu en hann komst ekki í gegnum niðurskurð eftir annan hring, sem leikinn var í gær.
Fyrsta hringinn lék Haraldur á 2 höggum yfir pari eða 74 í höggum, í gær lék hann svo á 70 höggum eða 2 höggum undir pari. Með öðrum hring tryggði hann sig örugglega áfram en niðurskurður miðast við þá kylfinga sem eru á 4 höggum yfir pari og betur.
Guðmundur Ágúst átti ekki jafn góðu gengi að fagna en hann lék fyrsta hringinn á 76 höggum, eða 4 yfir pari. Á öðrum hring lék Guðmundur á 77 höggum og endaði alls á 9 höggum yfir pari sem skilaði honum ekki í gegnum niðurskurðinn.
Skor og stöðu keppenda í mótinu má sjá hér
Við sendum okkar bestu kveðjur á strákana og óskum Haraldi alls hins besta á þriðja og fjórða hring en keppni í mótinu lýkur á morgun.
Golfklúbbur Reykjavíkur