Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, hefur tryggt sér keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni

Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, hefur tryggt sér keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni

Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, hefur tryggt sér keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni sem er undirmótaröð Evrópumótaraðarinnar með því að vera öruggur með sæti á meðal 5 efstu á stigalista Nordic Golf League mótarðarinnar þegar einu móti er ólokið á keppnistímabilinu.

Haraldur fetar í fótspor Guðmundar Ágústs Kristjánssonar sem tryggði sér þátttökurétt á Áskorendamótaröð árið  með frábærum árangri á keppnistímabilinu á Nordic League mótaröðinni og sigri á þremur mótum fyrr á tímabilinu.

Þetta er stór áfangi og stórt skref á ferli þeirra félaga og ekki síður merkilegur áfangi fyrir Golfklúbb Reykjavíkur að eignast tvo fulltrúa úr sínum röðum á Áskorendamótaröðinni!

Guðmundur Ágúst tryggði sig inn á Áskorendamótaröðina með frábærri spilamennsku á fyrri hluta tímabilsins og sigrum á þremur mótum, hann hefur nú þegar leikið á nokkrum mótum á Áskorendamótaröðinni á meðan Haraldur hefur verið í meiri spennu og sýnt mikinn stöðugleika undanfarið í baráttunni um að tryggja eitt af 5 efstu sætunum á stigalista mótaraðarinnar.

Til hamingju með áfangann drengir og til hamingju GR -ingar með tvo kylfinga sem við getum verið stolt af og verður gaman að fylgjast með og styðja á stærra sviði á nýju keppnistímabili!

Áfram GR!

Til baka í yfirlit