Haraldur Franklín Magnús náði sínum besta árangri á móti helgarinnar, Andalucía Challenge De Cadís, þar sem hann endaði í 14. sæti. Mótið fór fram á Novo Sancti Petri golfsvæðinu á Spáni og lék hann hringina fjóra á samtals -3 (74-70-70-71) . Haraldur var fyrsti maður á biðlista fyrir mótið um helgina og var ljóst á síðustu stundu að hann kæmist inn.
Pep Angles frá Spáni sigraði á -14 samtals og urðu Matthew Baldwin frá Englandi og Alfredo Garcia-Heredia jafnir í 2. – 3. sæti á samtals -13.
Lokastöðu úr mótinu má sjá hér
Áskorendamótaröðin, Challenge Tour, er næst sterkasta atvinnumótaröð Evrópu í karlaflokki á eftir sjálfri Evrópumótaröðinni. Þetta er fyrsta keppnistímabilið hjá Haraldi Franklín á þessari mótaröð en vann sér inn keppnisrétt með góðum árangri á Nordic Tour mótaröðinni.
Við óskum Haraldi Franklín til hamingju með þennan frábæra árangur!
Golfklúbbur Reykjavíkur