Haraldur Franklín og Dagbjartur keppa á 1. stigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina

Haraldur Franklín og Dagbjartur keppa á 1. stigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina

Haraldur Franklín Magnús og Dagbjartur Sigurbrandsson taka þátt á 1. stigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina.

Dagbjartur, sem er áhugakylfingur, keppir á Englandi en atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín keppir í Austurríki. Dagbjartur hóf leik í gær, þriðjudaginn 17. september en Haraldur Franklín hefur leik í í dag.

Haraldur Franklín keppir í Austurríki og er hægt að fylgjast með skori og stöðu keppenda hér

Dagbjartur keppir á Englandi og er hægt að fylgjast með skori og stöðu keppenda hér

Alls taka 10 íslenskir keppendur þátt á 1. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina á þessu hausti en aldrei áður hefur fjöldi íslenskra kylfinga verið jafn mikill. Nánari umfjöllun um úrtökumótin má finna hér á golf.is

Við óskum þeim Haraldi og Dagbjarti alls hins besta í keppni sinni í dag og næstu daga.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit