Haraldur Franklín sigraði Einvígið á Nesinu

Haraldur Franklín sigraði Einvígið á Nesinu

Góðgerðarmótið Ein­vígið á Nesinu (Shoot out) var leikið á Nesvell­in­um á frídegi verslunarmanna við nokkuð breytt­ar aðstæður en oft áður þar sem eng­ir áhorf­end­ur voru leyfðir vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins. Þetta var í 24. skiptið sem mótið var haldið og að venju voru tíu af bestu kylf­ing­um lands­ins mætt­ir til leiks.

Har­ald­ur Frank­lín Magnús stóð uppi sem sigurvegari eftir að hafa haft bet­ur gegn Andra Þór Björnssyni á ní­undu og síðustu hol­unni. Það voru svo kylfingar úr Golfklúbbi Reykjavíkur sem röðuðu sér á eftir þeim í þriðja og fjórða sætið, þau Hákon Örn Magnússon og Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir.

Allt fé sem safn­aðist á mót­inu renn­ur til kór­ónu­veiru­deild­ar Land­spít­al­ans.

Úrslit úr mótinu urðu þessi:

  1. sæti:  Har­ald­ur Frank­lín Magnús
  2.  sæti: Andri Þór Björns­son
  3. sæti:  Há­kon Örn Magnús­son
  4. sæti:  Jó­hanna Lea Lúðvíks­dótt­ir
  5. sæti:  Björg­vin Sig­ur­bergs­son
  6. sæti:  Bjarki Pét­urs­son
  7. sæti:  Guðrún Brá Björg­vins­dótt­ir
  8. sæti:  Ólafía Þór­unn Krist­ins­dótt­ir
  9. sæti:  Ólaf­ur Björn Lofts­son
  10. sæti:  Axel Bóas­son
Til baka í yfirlit