Háttvísibikarinn 2021 hlaut Helga Signý Pálsdóttir

Háttvísibikarinn 2021 hlaut Helga Signý Pálsdóttir

Háttvísisbikarinn er gjöf frá GSÍ í tilefni af 70 ára afmæli GR og er hann veittur ár hvert þeim kylfingi undir 18 ára aldri sem endurspeglar hvað mest þá eiginleika sem GR-ingar vilja sjá í afreksunglingum sínum. Sá einstaklingur sem hlýtur háttvísibikarinn þarf að hafa mikinn íþróttaanda, gefast aldrei upp, sýna miklar framfarir, vera sér og klúbbnum til mikils sóma bæði innan vallar sem utan og umfram allt vera fyrirmynd fyrir aðra í kringum sig.

Helga Signý Pálsdóttir hlýtur viðurkenninguna í ár en hún er mikil og sterk fyrirmynd fyrir aðra iðkendur, mjög dugleg við æfingar og hefur sýnt jafnar og góðar framfarir á árinu.

Helga Signý er frábær fulltrúi Golfklúbbs Reykjavíkur. Hún sýndi miklar framfarir í leik sínum á síðasta tímabili og lækkaði forgjöf sína úr 5,6 í 2,7 á keppnistímabilinu. Helga Signý lækkaði meðalskor sitt um tvö högg þrátt fyrir að spila mun erfiðari keppnisdagskrá sem innihélt meðal annars mót eins og European Young Masters og Tulip Challenge.

Helga Signý spilaði fyrir hönd Íslands á Evrópumóti stúlknalandsliða sem var haldið á Montado Golf í Portúgal. Ennfremur var hún valin til að keppa á European Young Masters en leikið var á Vierumaki golfvellinum í Finnlandi

Helga Signý er mikil fyrirmynd þegar kemur að mætingu á æfingar, ástundun og hegðun innan sem utan vallar og er mjög vel að Háttvísibikarnum komin.

Þetta er í 18. skipti sem bikarinn er afhentur og þeir sem hafa áður fengið útnefninguna eru eftirfarandi kylfingar:

2004 Þórður Rafn Gissurarson
2005 Hanna Lilja Sigurðardóttir
2006 Guðni Fannar Carrico
2007 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
2008 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
2009 Andri Þór Björnsson
2010 Guðmundur Ágúst Kristjánsson
2011 Sunna Víðisdóttir
2012 Ragnhildur Kristinsdóttir
2013 Saga Traustadóttir
2014 Ingvar Andri Magnússon
2015 Gerður Hrönn Ragnarsdóttir
2016 Dagbjartur Sigurbrandsson
2017 Böðvar Bragi Pálsson
2018 Elvar Már Kristinsson
2019 Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir
2020 Tómas Eiríksson Hjaltested

Við óskum Helgu Signý innilega til hamingju með Háttvísibikarinn 2021

Til baka í yfirlit