Haukadalsvöllur er fimmti vinavöllur GR 2018

Haukadalsvöllur er fimmti vinavöllur GR 2018

Fimmti vinavöllur GR-inga fyrir golftímabilið 2018 er Haukadalsvöllur hjá Golfklúbbnum Geysi. Þetta er í þriðja sinn sem klúbbarnir fara í samstarf. Haukadalsvöllur opnaði í júlí 2006 og er staðsettur nærri hverasvæðinu í Haukadal, stundum má sjá Strokk og Geysir blása úr sér á meðan golfleik stendur. Haukadalsvöllur er 9 holur og ber hver hola nafn einhvers af þeim hverum sem finnast á hverasvæðinu. Um er að ræða mjög skemmtilegan, krefjandi og fallegan golfvöll sem liggur í fallegu náttúruumhverfi. Þegar staðið er á fyrsta teig kemur fegurðin strax í ljós, við hönnum vallarins var tekið tillit til náttúrunnar og umhverfisins og er lega vallarins líkust umhverfinu eins og það var áður en framkvæmdir hófust.

Félagsmenn Golfklúbbs Reykjavíkur greiða kr. 2.500 í vallargjald í hvert sinn er þeir leika Haukadalsvöll og skiptir þá ekki máli hvort leiknar séu 9 eða 18 holur. Áður en leikur hefst skulu félagar framvísa félagsskírteini sínu og greiða vallargjald í afgreiðslu. Samkomulagið gildir ekki ef félagsmenn leika með hópum, sem gert hafa sérstaka samninga um afslætti af vallargjöldum, eins og t.d fyrirtækjamót.

Útbúinn verður bókunarlinkur á síðu GR á www.golf.is undir rástímar – vellir.

Heimasíðu Haukadalsvallar er að finna hér

Kveðja,
Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit