Haustferð GR 2019 með Úrval Útsýn – El Plantio Golf Resort

Haustferð GR 2019 með Úrval Útsýn – El Plantio Golf Resort

Golfklúbbur Reykjavíkur í samvinnu við Úrval Útsýn hefur skipulagt glæsilega ferð til El Plantio Golf Resort sem er einn helsti golfáfangastaður þeirra til margra ára, staðsettur rétt hjá Alicante. Ferðin er dagsett 22. – 29. október en möguleiki er á að lengja ferðina í 9, 12 eða 14 nætur ef áhugi er fyrir því.

El Plantio Golf Resort hefur verið höfuðvígi Úrvals Útsýnar til margra ára. Hótelið býður upp á frábæra 4* „all inclusive“ íbúðagistingu, flottan 18 holu völl ásamt 9 holu „executive“ par 3 velli og góðri æfingaaðstöðu. Miklar framkvæmdir hafa átt sér stað á El Plantio en nýverið var matssalurinn tekinn í gegn ásamt því að golfvöllurinn og æfingasvæðið stendur í smávægilegum breytingum að okkar beiðni til að gera völlinn sanngjarnari og skemmtilegri fyrir alla kylfinga.

El Plantio Golf Resort er stutt frá Alicante og geta kylfingar, sem vilja breyta til, skellt sér inn í borgina eftir golfleik og upplifað iðandi mannlífið og menningu borgarinnar. Margir frábærir veitingastaðir eru í Alicante og lítið mál að skella sér í bæinn eitt eða tvö kvöld. Golfsvæðið er einungis í 7 mínútna akstursfjarlægð frá Alicante flugvelli.

Einnig verður boðið upp á aukaþjónustu á meðan á ferðinni stendur eins og golfskóla, styttri golfnámskeið og einka/hópakennslu. Í meðfylgjandi skjali má finna upplýsingar um verð og aðrar upplýsingar varðandi áfangastaðinn og fleira:

Haustferð GR 2019 - El Plantio.pdf

Frekari upplýsingar um ferðina veitir Þórður Rafn í gegnum netfangið thordur@uu.is eða í síma 585-4102/699-0216

Golfklúbbur Reykjavíkur í samvinnu við Úrval-Útsýn

Til baka í yfirlit